Ríkisstjórn Sýrlands segir af sér

Stuðningsmenn Bashar al-Assad forseta í Damaskus.
Stuðningsmenn Bashar al-Assad forseta í Damaskus. Reuters

Ríkisstjórn Sýrlands hefur sagt af sér. Fram kom í frétt í ríkissjónvarpi landsins að Bashar al-Assad, forseti hefði fallist á afsagnarbeiðnina.

Mikil mótmæli hafa verið í Sýrlandi síðustu daga og hafa tugir manna beðið bana. Mótmælendur krefjast umbóta og lýðræðis. Mótmælin minna um margt á mótmælin í Egyptalandi, en þegar þau hófust voru fyrstu viðbrögð Hosni Mubarak forseta að reka ríkisstjórn landsins.

Í frétt ríkissjónvarpsins segir að ný ríkisstjórn muni taka við völdum á næstu dagum. Assad forseti sagði í síðustu viku að hann væri að skoða hvort hægt væri að aflétta neyðarlögum í landinu sem hafa verið í gildi síðan 1963. Sambærileg lög voru í gildi í Egyptalandi allan valdatíma Mubaraks á forsetastóli. Lögin veita stjórnvöldum m.a. víðtækar heimildir til að handtaka fólk og leysa upp fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert