Leiðtogar fjörutíu ríkja komu saman í London í dag með það að markmiði að styrkja samband þjóðanna í baráttunni við líbíska leiðtogann Muammar Gaddafi.
Meðal þeirra var Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði að hernaðaraðgerðir þjóðanna myndu halda áfram þangað til Gaddafi leggur niður vopn og dregur hersveitir sínar til baka.
David Cameron, forsætisáðherra Breta, sagði að þjóðirnar þyrftu að styðja við líbísku þjóðina, jafnt hernaðarlega sem stjórnmálalega.