Aukin geislavirkni í hafi

Björgunaraðgerðir við kjarnorkuverið í Fukushima.
Björgunaraðgerðir við kjarnorkuverið í Fukushima. Reuters

Geisla­virkni í hafi við kjarn­orku­verið í Fukus­hima í Jap­an hef­ur auk­ist. Talsmaður  Tokyo Electric Power Co., TEPCO, sem er rekstr­araðili vers­ins seg­ir að magn geisla­virkra efna sé 3355-falt það sem lög­legt er, sam­kvæmt sýni sem tekið var úr haf­inu í gær.

Sýn­in voru tek­in 330 metra aust­ur af frá­rennslisstað kjarna­kljúf­anna. Vegna haf­strauma mun lít­il heilsu­fars­hætta stafa af þessu.

Hi­dehi­ko Nis­hiyama, sem starfar hjá kjarn­orku­mála­ör­ygg­is­ráði Jap­an seg­ir að ekki sé vitað hvers vegna geisla­virkn­in hafi auk­ist, en mikið kapp sé lagt á að kom­ast að því þannig að hægt sé að stöðva þetta ferli.

For­stjóri TEPCO, Masa­taka Shim­izu, er nú á sjúkra­húsi og mun þjást af of háum blóðþrýst­ingi og svima. Hann átti að halda blaðamanna­fund í dag, það hefði verið í fyrsta skipti sem hann hefði komið fram op­in­ber­lega frá 13. mars.

TEPCO hef­ur sætt mik­illi gagn­rýni vegna vinnu­bragða sinna og hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu hafa hríðlækkað. Lík­legt er að TEPCO þurfi að greiða him­in­há­ar bæt­ur vegna kjarn­orku­vers­ins í Fukus­hima og talað hef­ur verið um að þjóðnýta fyr­ir­tækið.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert