Aukin geislavirkni í hafi

Björgunaraðgerðir við kjarnorkuverið í Fukushima.
Björgunaraðgerðir við kjarnorkuverið í Fukushima. Reuters

Geislavirkni í hafi við kjarnorkuverið í Fukushima í Japan hefur aukist. Talsmaður  Tokyo Electric Power Co., TEPCO, sem er rekstraraðili versins segir að magn geislavirkra efna sé 3355-falt það sem löglegt er, samkvæmt sýni sem tekið var úr hafinu í gær.

Sýnin voru tekin 330 metra austur af frárennslisstað kjarnakljúfanna. Vegna hafstrauma mun lítil heilsufarshætta stafa af þessu.

Hidehiko Nishiyama, sem starfar hjá kjarnorkumálaöryggisráði Japan segir að ekki sé vitað hvers vegna geislavirknin hafi aukist, en mikið kapp sé lagt á að komast að því þannig að hægt sé að stöðva þetta ferli.

Forstjóri TEPCO, Masataka Shimizu, er nú á sjúkrahúsi og mun þjást af of háum blóðþrýstingi og svima. Hann átti að halda blaðamannafund í dag, það hefði verið í fyrsta skipti sem hann hefði komið fram opinberlega frá 13. mars.

TEPCO hefur sætt mikilli gagnrýni vegna vinnubragða sinna og hlutabréf í fyrirtækinu hafa hríðlækkað. Líklegt er að TEPCO þurfi að greiða himinháar bætur vegna kjarnorkuversins í Fukushima og talað hefur verið um að þjóðnýta fyrirtækið.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert