Menn frá CIA og MI6 í Líbíu

Uppreisnarmenn verða sér úti um olíu í yfirgefinni bensínstöð í …
Uppreisnarmenn verða sér úti um olíu í yfirgefinni bensínstöð í Ajdabiyah. Reuters

Útsend­ar­ar banda­rísku leyn­isþjón­ust­unn­ar, CIA og hinn­ar bresku MI6 eru að störf­um í Líb­íu. Þar safna þeir upp­lýs­ing­um sem gagn­ast við loft­árás­ir og koma á sam­skipt­um við upp­reisn­ar­menn sem berj­ast gegn Gaddafi. Frá þessu greindi New York Times í dag og vitnaði í ónafn­greinda heim­ild­ar­menn.

Talsmaður Hvíta húss­ins, Jay Car­ney, neitaði að tjá sig um frétt blaðsins og benti á að skv. venju myndi banda­ríkja­stjórn ekki tjá sig um störf leyn­isþjón­ust­unn­ar.

Auk starfs­manna CIA eru tug­ir breskra sér­sveit­ar­manna og starfs­manna bresku leyn­isþjón­ust­unn­ar MI6 nú í Líb­íu, sam­kvæmt heim­ild­ar­mönn­um New York Times en þeirra á meðal eru nú­ver­andi og fyrr­ver­andi emb­ætt­is­menn frá Bretlandi.

ABC frétta­stof­an greindi frá því að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefði veitt CIA leyfi til að aðstoða við hernaðinn í Líb­íu.

Obama hef­ur sagt að hann muni ekki senda herlið inn í Líb­íu en hann hef­ur ekki úti­lokað vopna­send­ing­ar til upp­reisn­ar­manna.

CF-18 orrustuþota kanadíska flughersins býst til árásar.
CF-18 orr­ustuþota kanadíska flug­hers­ins býst til árás­ar. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert