Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu tilbúin að beita öllum þeim aðgerðum sem nauðsynlegar kunni að vera til að vernda óbreytta borgara í Líbíu.
Obama segir að staða Gaddafi sé talsvert veikari eftir loftárásir bandamanna og eftir að ýmis höft voru sett á Líbíu.
„Við verðum að vera tilbúin til að grípa til þeirra ráða sem nauðsynleg eru til að viðhalda friði og öryggi í alþjóðasamfélaginu og til að vernda saklaust fólk.“
Líbísk stjórnvöld hafa boðið fréttamönnum til bæjarins Mizdah og segja að bandamenn hafi valdið miklum skemmdum á bænum.