Bandaríkin senda sérþjálfaða hermenn

Bandarísk herþyrla
Bandarísk herþyrla Reuters

Á annað hundrað bandarískir hermenn munu fara til Japans í dag til að aðstoða yfirvöld við að fást við ástandið sem hefur hlotist af kjarnorkuverinu í Fukushima. Hermennirnir eru í sjóhernum og hafa fengið sérþjálfun á þessu sviði.

Meðal þess sem hermennirnir munu sinna er að bera kennsl á geislavirk efni, mæla geislun og hreinsa fólk af geislavirkum efnum.  Þeir munu ekki koma að aðgerðum í kjarnorkuverinu sjálfu.

Hingað til hefur bandarískum hermönnum verið skipað að halda sig í a.m.k. 80 kílómetra fjarlægð frá verinu. Um 15.000 bandarískir hermenn  vinna nú að uppbyggingarstarfi í Japan, en alls eru þar 47.000 bandarískir hermenn.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert