Hyggst minnka olíuinnflutning

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, áætlar að dragar úr olíuinnflutningi Bandaríkjanna, sem nemur einum þriðja af því sem nú er, en olíuverð fer síhækkandi.

„Það eru engar skyndilausnir í þessu,“ sagði Obama í ræðu sem hann hélt í Georgetown háskólanum í Washington í Bandaríkjunum. „Við höldum munum halda áfram að vera háð sveiflum á olíumarkaðnum þar til við komum okkur niður á að nota aðra orkugjafa, sem eru bæði öruggir og viðráðanlegir í verði.“

Hátt olíuverð hefur haft letjandi áhrif á efnahagsbata í Bandaríkjunum. Obama sagði í ræðu sinni að þegar hann var kjörinn forseti hafi Bandaríkjamenn flutt inn 11 milljónir olíutunna á dag. „Eftir rúman áratug ættum við aðhafa lækkað þá tölu um einn þriðja. Við getum náð því markmiði.“

Fyrirrennarar Obama í starfi hafa gefið svipaðar yfirlýsingar, en lítið orðið úr efndum. Obama lagði fram fjórar forsendur sem þarf að uppfylla til þess að markmiðið náist; að auka innlenda framleiðslu, að auka notkun náttúrugass í almenningsfarartækjum eins og strætisvögnum, endurbætur í framleiðslu farartækja og að hvetja til notkunar annarra orkugjafa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert