Íbúum Indlands hefur fjölgað um 181 milljón síðastliðinn áratug samkvæmt opinberum tölum um manntal. Nú býr 1,21 milljarður á Indlandi sem eru fleiri íbúar en búa í Bandaríkjunum, Brasilíu, Bangladess, Indónesíu og Pakistan samanlagt.
Indversk stjórnvöld hófu að gera manntalið í fyrra. Um 2,5 milljónir embættismanna tóku þátt í verkefninu og heimsóttu þeir íbúa í um 7.000 bæjum og 600.000 þorpum, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.
Í manntalinu er landsmönnum skipt eftir kyni, trú, menntun og störfum.
Manntal er gert á 10 ára fresti í landinu og er það ekki auðvelt verk, enda landið gríðarstórt og þar er að finna mjög ólíka menningarheima.
Þá hefur það ekki gert embættismönnunum auðvelt fyrir að
Milljónir eru heimilislausar og þá er ólæsi mikið sem gerir starf þeirra sem telja landsmenn erfitt. Þá leynast hættur víða vegna átaka uppreisnarhópa.