Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, segir að jafna þurfi kjarnorkuverið í Fukushima við jörðu.
Þetta sagði Kan í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo.
Tæpar þrjár vikur eru nú liðnar frá náttúruhamförunum í Japan, sem leiddu til bilunar í kjarnorkuverinu. Ástandið þar hefur lítið skánað, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir af hálfu japanska yfirvalda.