Tveir starfsmenn hálshöggnir

Frá Mazar-i-Sharif. Reykur frá bækistöðvum SÞ í borginni sést stíga …
Frá Mazar-i-Sharif. Reykur frá bækistöðvum SÞ í borginni sést stíga til himins. Reuters

Héraðsstjóri Balkh-héraðs í Afganistan, Atta Mohammad Noor, hefur staðfest að 7 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafi látist í mótmælunum í Mazar-i-Sharif, þar af 5 Nepalir og 2 Evrópubúar, kona og karl. Einnig að 5 mótmælendur hafi látið lífið og yfir 20 séu særðir.

Fréttum af atburðunum í borginni í dag ber ekki saman en nokkrir fréttamiðlar hafa sagt frá því að tveir starfsmanna SÞ hafi verið hálshöggnir í árásinni á skrifstofur SÞ.

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásina og kallaði hana hneykslanlega og heigulslega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert