Liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsvígssprengjuárás sem var nýverið gerð í borginni Tikrit í Írak. 58 féllu í valinn í árásinni.
Íslamska ríkið í Írak, sem eru samtök nántengd al-Qaeda, lýstu yfir ábyrgðinni í dag, en árásin var gerð á stjórnarbyggingu í borginni.
Í kjölfar sprengingarinnar hófst blóðugur skotbardagi árásarmannanna við öryggissveitarmenn sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. 97 særðust í átökunum.
Samtökin segja að fimm manna teymi sjálfsvígsárásarmanna hafi gert árás til að hefna fyrir glæpi sem þeir segja að hafi verið framdir gagnvart föngum í borginni, sem eru súnní múslímar.