Skip frelsað úr klóm sjóræningja

Skipið er ekki lengur undir stjórn sjóræningja.
Skipið er ekki lengur undir stjórn sjóræningja. Reuters

Sérsveitarmönnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum tókst að frelsa olíuflutningaskip úr hendi sjóræningja í dag. Þeir höfðu rænt skipinu þegar það var á siglingu á Arabíuhafi austur af Óman.

Sérsveitarmennirnir sem réðust um borð í skipið nutu stuðnings bandarískra hermanna úr lofti. Sjóræningjarnir gáfust fljótlega upp að sögn yfirvalda.

Skipið, hið 37.000 tonna MV Arrilah-I, er í eigu fyrirtækis í Abu Dhabi.

Því var reynt í gær þegar það var að sigla frá Ástralíu til Dubai, sem er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Skipið siglir nú áleiðis til landsins og þar verða sjóræningjarnir afhentir yfirvöldum. Áhöfnin er heil á húfi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert