Enn barist í Abidjan

Fylgismenn Gbagbo á verði við forsetahöllina.
Fylgismenn Gbagbo á verði við forsetahöllina. Reuter

Vopnadrunur heyrast nú í Plateau hverfinu í borginni Abidjan á Fílabeinsströndinni en þar berjast nú herflokkar hliðhollir Alassane Quattara, sem sigraði í forsetakosningunum í vetur, og sveitir Laurent Gbagbo, sem neitar að láta af forsetaembættinu.

Það er forsetahöllin sem barist er um í Plateau hverfinu en talsmaður Quattara sagði í gær að baráttan myndi enda í nótt.

Þyrlur Sameinuðu þjóðanna og Frakka skutu á forsetahöllina í gær eftir að Ban Ki-moon, aðalritari SÞ, sagði að sveitir Gbagbo hefðu ítrekað skotið á almenna borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert