Í fangelsi fyrir samfarir við nemendur

Íþróttakennarinn Christopher Drake var dæmdur í 6 ára fangelsi.
Íþróttakennarinn Christopher Drake var dæmdur í 6 ára fangelsi.

Breskur kennari, sem kallaði sjálfan sig „Salford folann" hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir samfarir með nemendum undir lögaldri. Kennarinn, sem sjálfur er 29 ára og heitir Christopher Drake, vann sem leikfimikennari í gagnfræðaskóla í Manchester.

Hann átti í kynferðislegu sambandi við tvær stúlkur frá því þær voru 14 ára gamlar og aðra sem var 16 ára. Fyrir dómi viðurkenndi Drake að hafa 18 sinnum átt í kynferðislegum athöfnum með börnum undir lögaldri og var hann dæmdur til 6 ára fangelsisvistar.

Upp komst um hátterni kennarans á Valentínusardaginn 2010, þegar tvær stúlkur í nemendahóp hans uppgötvuðu að hann átti í sambandi við þær báðar á sama tíma. Í kjölfarið kom þriðja stúlkan einnig fram. Við rannsóknina lagði lögregla hald á farsíma Drake og reyndist hann geyma upptökur af samförum kennarans við stúlkurnar.

16 ára gamla stúlkan sagði í vitnisburði sínum að kennarinn hefði fyrst haft samband við hana með sms-skilaboðum undir dulnefninu „Salford folinn". Í vitnisburðinum lýsti hún líðan sinni þannig að kennarinn hefði látið henni finnast hún „svikin, skítug, fífluð og einskis virði". Önnur yngri stúlknanna sagðist eiga í miklum erfiðleikum með að treysta fólki eftir samskipti sín við kennarann, þar sem hún hafi verið „barnaleg og heimsk" og hann hafi misnotað traust hennar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert