Gjörðir ráða en ekki orð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Reuters

Gaddafi verður dæmd­ur af viðleitni sinni til að binda endi á of­beldi gegn óbreytt­um borg­ur­um en ekki orðum sín­um, sagði í til­kynn­ingu Hvíta húss­ins eft­ir að þangað barst bréf frá líb­íska leiðtog­an­um.

„Við staðfest­um að það hafi borist bréf, aug­ljós­lega ekki það fyrsta,“ sagði Jay Car­ney, talsmaður Hvíta húss­ins. Car­ney bætti því við að Obama Banda­ríkja­for­seti hafi sagt skýr­um orðum fyr­ir nokkr­um vik­um að vopna­hlé í Líb­íu muni byggj­ast á „gjörðum en ekki orðum og því að bund­inn verði end­ir á of­beldi.“

„Orð eru annað en gjörðir,“ sagði for­set­inn.

Líb­íska frétta­stof­an JANA hafði greint frá því að Gaddafi hefði sent Obama bréf eft­ir að hætt var að beita banda­rísk­um herflug­vél­um í víg­línu átaka sam­eig­in­legra hernaðaraðgerða loft­herja margra landa í Líb­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert