Gjörðir ráða en ekki orð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Reuters

Gaddafi verður dæmdur af viðleitni sinni til að binda endi á ofbeldi gegn óbreyttum borgurum en ekki orðum sínum, sagði í tilkynningu Hvíta hússins eftir að þangað barst bréf frá líbíska leiðtoganum.

„Við staðfestum að það hafi borist bréf, augljóslega ekki það fyrsta,“ sagði Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins. Carney bætti því við að Obama Bandaríkjaforseti hafi sagt skýrum orðum fyrir nokkrum vikum að vopnahlé í Líbíu muni byggjast á „gjörðum en ekki orðum og því að bundinn verði endir á ofbeldi.“

„Orð eru annað en gjörðir,“ sagði forsetinn.

Líbíska fréttastofan JANA hafði greint frá því að Gaddafi hefði sent Obama bréf eftir að hætt var að beita bandarískum herflugvélum í víglínu átaka sameiginlegra hernaðaraðgerða loftherja margra landa í Líbíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert