Hillary Clinton til Nuuk

Hillary Clinton ætlar að sækja utanríkisráðherrafund Norðurheimskautsráðsins í Nuuk í …
Hillary Clinton ætlar að sækja utanríkisráðherrafund Norðurheimskautsráðsins í Nuuk í maí. Reuters

Hillary Cl­int­on, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, mun sækja ráðherra­fund Norður­heim­skauts­ráðsins sem hald­inn verður í Nuuk á Græn­landi 12. maí næst­kom­andi. Græn­lenska út­varpið KNR grein­ir frá þessu.

Ut­an­rík­is­ráðherr­ar átta landa hafa boðað komu sína á fund­inn. Auk Hillary Cl­int­on eru þeirra á meðal þau Ku­upik Kleist frá Græn­landi, Lene Es­per­sen frá Dan­mörku, Ser­gei Lavr­ov frá Rússlandi, Jon­as Gahr Störe frá Nor­egi og Carl Bildt frá Svíþjóð. Í frétt­inni er ekki minnst á ut­an­rík­is­ráðherra Kan­ada né Íslands. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert