Gögn frá bandarískri rannsóknastofu í frumeindafræðum kunna að gefa til kynna tilurð áður óþekktrar frumagnar, eða óþekkts náttúrukrafts, að því er eðlisfræðingur sem á hlut að uppgötvuninni tjáði AFP fréttastofunni í dag.
Uppgötvunin hefur valdið mikilli athygli á meðal eðlisfræðinga. Hún kann að gefa vísbendingar um lausn á ráðgátunni um massann og hvernig hlutir öðlast hann. Margir hafa reynt að leysa þá ráðgátu eðlisfræðinngar.
Sérfræðingar vöruðu við því að talsverð vinna sé eftir áður en vitað er til fulls hvað felst í uppgötvuninni. Hún varð við tilraunir með árekstra róteinda og andróteinda en vonast er til þess að þær veiti upplýsingar um eðli alheimsins.
„Það kunna að leynast nýir kraftar handan þeirra krafta sem við þekkjum,“ sagði Giovanni Punzi, eðlisfræðingur sem tekur þátt í alþjóðlegu rannsóknarteymi sem fer í saumana á gögnum frá rannsóknastofu bandaríska orkumálaráðuneytisisn og kennd er við Fermi.
„Ef þetta verður staðfest þá getur það vísað okkur á nýjan heim samspils,“ sagði hann í samtali við AFP.