Ráðist inn í forsetahöll Gbagbo

Hersveitir Alassane Ouattara gráar fyrir járnum í útjaðri Abidjan.
Hersveitir Alassane Ouattara gráar fyrir járnum í útjaðri Abidjan. Reuters

Andstæðingar Laurent Gbagbo á Fílabeinsströnd réðust fyrir stundu inn í forsetahöll hans, þar sem hann hefur setið í hálfgerðu stofufangelsi umsátursmanna á meðan Sameinuðu þjóðirnar reyndu að semja við hann um afsögn.

BBC hefur eftir heimildarmanni innan frönsku ríkisstjórnarinnar að skotið hafi verið af vopnum í forsetasetrinu í Abidjan. Stuðningsmenn Gbagbo saka nú hersveitir Alassane Outtara um morðtilræði við Gbagbo. AFP hafði hinsvegar eftir nafnlausum heimildamanni innan frönsku ríkisstjórnarinnar, skömmu áður en innrásin átti sér stað, að hersveitir Outtara hafi skipulagt lokaárás til að binda endi á átökin í dag, og markmiðið væri að ná Gbagbo á lífi.

Gbagbo hefur þráfalt haldið því fram að hann sé sigurvegari forsetakosninganna á Fílabeinsströnd í nóvember og neitað að víkja, en alþjóðasamfélagið styður andstæðing hans Outtara sem forseta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert