Öfgapresturinn Terry Jones hefur lýst því yfir að hann hyggist halda réttarhöld yfir spámanninum Múhammeð, fyrir glæpi gegn mannkyninu.
Yfir 20 manns hafa látið lífið í mótmælum í Afganistan í þessari viku, meðal þeirra tveir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem voru afhöfðaðir þegar mótmælendur réðust inn á skrifstofur þeirra, en mikil reiði braust út eftir að annar prestur brenndi eintak af Kóraninum í kirkju Jones í Flórída.
Jones hafði sjálfur hótað því í fyrra að halda Kóranbrennu en hætti við eftir að Barack Obama og fleiri höfðu fordæmt fyrirætlanir hans.
„Við gerum þetta ekki af því að við viljum verða drepinn, við gerum þetta ekki af því að við viljum umfjöllun. Við trúum því að skilaboð okkar séu mikilvæg; að öfgaöfl Íslam séu hættuleg samfélagi okkar,“ sagði Jones um söfnuð sinn í Gainesville.