Bræður gripnir við mannát

Gröf rannsökuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Gröf rannsökuð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuters

Tveir bræður í Pakistan eru í haldi lögreglu ásakaðir um mannát. Þeir Arif og Farman Ali voru handteknir fyrr í vikunni þegar lögregla kom að þeim gerandi sér mat úr líki sem þeir rændu úr gröf.

Mannát  bræðranna uppgötvaðist eftir að í ljós kom að lík nýlega látinnar konu hvarf úr gröfinni, í borginni Sargodha í Pakistan. Fjölskylda konunnar tilkynnti hvarf líksins til lögreglu, sem hóf rannsókn á málinu. Bræðurnir eru báðir sagðir landeigendur á landamærum héðanna Punjab og Pakhtunkhwa.

Lögregla rakti slóðina frá grafreitnum að húsi bræðranna og greip þar bræðurna glóðvolga þar sem þeir höfðu skorið bita af líkinu og voru í miðju kafi að matbúa kjötið. Það sem eftir var af líkamsleifum konunnar, sem var 24 ára og lést úr krabbameini, var skilað aftur í gröfina.

Lögregla segir ekki ljóst hvers vegna mennirnir gripu til mannáts. Þeir eru sagðir í góðu líkamlegu og andlegu ástandi. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa fyrst drepið og étið hunda úr nágrenninu, áður en þeir sneru sér að mannakjöti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert