Jarðskjálfti í Japan

Bærinn Otsuchi er rústir einar eftir jarðskjálftann sem varð 11. …
Bærinn Otsuchi er rústir einar eftir jarðskjálftann sem varð 11. mars. Reuters

Öflugur jarðskjálfti varð í norðurhluta Japans í dag og var varað við flóðbylgju í kjölfarið. Skjálftinn fannst í Tókýó, sem er í 333 km fjarlægð.

Að sögn bandarísku jarðeðlisfræðistofnunarinnar var skjálftinn 7,4 stig og upptök hans voru 25 km undir hafsbotni, um 66 km austur af Sendai eða á svipuðum slóðum og jarðskjálftinn, sem reið yfir 11. mars. Sá skjálfti var 9 stig.

Veðurstofa Japans sagði, að búast mætti við allt að 2 metra hárri flóðbylgju á norðausturströnd Honshueyjar en ekki væri gert ráð fyrir að bylgjunnar yrði vart í öðrum löndum við Kyrrahaf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert