900 látnir í fjöldamorðum

Hermenn hliðhollir Ouattara halda liðsmönnum Gbagbo föngum.
Hermenn hliðhollir Ouattara halda liðsmönnum Gbagbo föngum. Reuter

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fundið fleiri en 100 lík í vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar síðastliðinn sólarhring. Talið er að um kynþáttamorð sé að ræða og svo virðist sem líberískir málaliðar eigi sök á að minnsta kosti hluta þeirra.

Rupert Colville, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir sumum fórnarlambanna hafa verið hent í brunn og aðrir hafi verið brenndir lifandi.

Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem upp kemst um fjöldamorð í landinu en hundruðir voru myrtir í bænum Duekoue í síðustu viku. Hafa  liðsmenn bæði Alassane Ouattara og Laurent Gbagbo sakað andstæðinginn um að bera ábyrgð á morðunum.

Rauði krossinn áætlar að að minnsta kosti 800 hafi látið lífið í Duekoue.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert