Mannfall í loftárásum Ísraela

Mikill reykur steig upp eftir sprengingu í sem varð í …
Mikill reykur steig upp eftir sprengingu í sem varð í dag í smyglgöngum sem lágu á milli Rafah á Gaza og Egyptalands. Reuters

Tveir Palestínu­menn féllu og einn særðist al­var­lega fyrr í dag þegar ísra­elski flug­her­inn gerði loft­árás á Rafah sunn­ar­lega á Gaza svæðinu. Þetta er haft eft­ir palestínsk­um bráðatækn­um.

Palestínu­menn­irn­ir þrír voru á ferð í bíl sem ísra­elsk herflug­vél skaut á, að sögn bráðatækna og sjón­ar­votta.

Ísra­els­her gerði einnig árás­ir á smygl­göng ná­lægt Rafah, Jabaliya flótta­manna­búðirn­ar á norður­hluta Gaza­svæðis­ins og bíl aust­an við Gaza-borg. Eng­ir féllu í þeim árás­um, að sögn heim­ilda AFP frétta­stof­unn­ar.

Eft­ir dag­inn í dag hafa því alls 16 Palestínu­menn fallið í hefnd­arárás­um Ísra­els­manna eft­ir að skriðdreka­sprengju var skotið á ísra­elsk­an skóla­bíl á fimmtu­dag. Ung­ling­ur slasaðist al­var­lega í þeirri árás. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka