Tveir Palestínumenn féllu og einn særðist alvarlega fyrr í dag þegar ísraelski flugherinn gerði loftárás á Rafah sunnarlega á Gaza svæðinu. Þetta er haft eftir palestínskum bráðatæknum.
Palestínumennirnir þrír voru á ferð í bíl sem ísraelsk herflugvél skaut á, að sögn bráðatækna og sjónarvotta.
Ísraelsher gerði einnig árásir á smyglgöng nálægt Rafah, Jabaliya flóttamannabúðirnar á norðurhluta Gazasvæðisins og bíl austan við Gaza-borg. Engir féllu í þeim árásum, að sögn heimilda AFP fréttastofunnar.
Eftir daginn í dag hafa því alls 16 Palestínumenn fallið í hefndarárásum Ísraelsmanna eftir að skriðdrekasprengju var skotið á ísraelskan skólabíl á fimmtudag. Unglingur slasaðist alvarlega í þeirri árás.