Portúgalar óska eftir aðstoð AGS

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn Reuters

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn staðfesti það í dag að stjórn­völd í Portúgal hafa óskað eft­ir fjár­hags­leg­um stuðningi hjá sjóðnum til að tak­ast á við hinar miklu skuld­ir þjóðar­inn­ar.

„Við erum reiðubú­in að bregðast hratt við þess­ari beiðni og eiga snarp­ar viðræður við yf­ir­völd í Portúgal,“ seg­ir Dom­in­ique Strauss-Kahn, formaður AGS í yf­ir­lýs­ingu.

AGS bæt­ist þar með í hóp með Evr­ópu­sam­band­inu, en rík­is­stjórn Portú­gals óskaði eft­ir fjár­hags­legri aðstoð frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins fyrr í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert