Portúgalar óska eftir aðstoð AGS

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn staðfesti það í dag að stjórnvöld í Portúgal hafa óskað eftir fjárhagslegum stuðningi hjá sjóðnum til að takast á við hinar miklu skuldir þjóðarinnar.

„Við erum reiðubúin að bregðast hratt við þessari beiðni og eiga snarpar viðræður við yfirvöld í Portúgal,“ segir Dominique Strauss-Kahn, formaður AGS í yfirlýsingu.

AGS bætist þar með í hóp með Evrópusambandinu, en ríkisstjórn Portúgals óskaði eftir fjárhagslegri aðstoð frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrr í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert