Ár frá flugslysinu í Smolensk

Anna Komorowska, forsetafrú Póllands, vottar minningu hinna látnu virðingu sína.
Anna Komorowska, forsetafrú Póllands, vottar minningu hinna látnu virðingu sína. Reuters

Anna Komorowska, forsetafrú Póllands, var í fararbroddi margra landsmanna hennar sem minntust þess í dag að ár er liðið frá því að flugvél sem flutti forseta landsins og fylgdarlið fórst í lendingu í Rússlandi.

Lech Kaczynski heitinn forseti ætlaði að minnast þess að 70 ár voru liðin frá fjöldamorðunum í Katyn þar sem pólskir herforingjar voru drepnir. Það olli nokkru uppnámi þegar Pólverar uppgötvuðu að búið var að fjarlægja skilti sem merkti staðinn og á nýju skilti var ekki minnst á fjöldamorðin.

Fulltrúar fjörutíu fjölskyldna sem tengdust einhverjum úr hópi hinna 96 sem fórust í flugslysinu komu með rútu frá Moskvu til borgarinnar Smolensk.  Flugvél pólska forsetans og fylgdarliðs hans fórst við flugvöll borgarinnar.

„Við erum á stað sem markar óafmáanlegt ör í minningu okkar,“ sagði Anna Komorowska forsetafrú í logndrífunni í dag. „En það verður auðveldara fyrir okkur að ganga í gegnum þessa raun saman,“ sagði hún og kraup að rjóðri birkitrjáa þar sem brak úr flugvélinni er enn að finna.

Grátandi ástvinir hinna látnu tendruðu svo litla olíulampa í minningu þeirra sem fórust  og héldu síðan til athafnar til að heiðra minningu þeirra sem myrtir voru í Katyn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert