Ísraelsmenn felldu í dag fimm palestínska stríðsmenn á þriðja degi samfelldra loftárása á Gaza svæðið. Stríðsmennirnir skutu á fjórða tug eldflauga og sprengja á Ísrael.
Alls hafa 19 Palestínumenn, óbreyttir borgarar og stríðsmenn, fallið frá því að Ísraelsmenn hófu hefndaraðgerðir eftir að eldflaugasprengju var skotið að ísraelskum skólabíl á fimmtudag. Unglingur slasaðist í þeirri árás.
Ísraelskir fjölmiðlar greindu frá því að frá því á fimmtudag hafi níu eldflaugum sem skotið var frá
Gaza verið grandað af nýju eldflaugavarnakerfi Ísraels sem kallað er „járnhvolfið“.
Hamas hefur hótað að auka eldflaugaskothríðina nema Ísraelar dragi úr loftárásum sínum. Samtökin hafa einnig krafist þess að Arababandalagið fundi um átökin. Palenstínskir embættismenn segja að slíkur fundur geti orðið í Kaíró á morgun, sunnudag.
Tveggja ára erjur á landamærunum urðu skyndilega að hörðum átökum í síðasta mánuði þegar Hamas menn fóru að láta eldflaugum rigna yfir Ísrael.