Harðnandi átök á Gaza

00:00
00:00

Ísra­els­menn felldu í dag fimm palestínska stríðsmenn á þriðja degi sam­felldra loft­árása á Gaza svæðið. Stríðsmenn­irn­ir skutu á fjórða tug eld­flauga og sprengja á Ísra­el. 

Alls hafa 19 Palestínu­menn, óbreytt­ir borg­ar­ar og stríðsmenn, fallið frá því að Ísra­els­menn hófu hefnd­araðgerðir eft­ir að eld­flauga­sprengju var skotið að ísra­elsk­um skóla­bíl á fimmtu­dag. Ung­ling­ur slasaðist í þeirri árás. 

Ísra­elsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því að frá því á fimmtu­dag hafi níu eld­flaug­um sem skotið var frá  Gaza verið grandað af nýju eld­flauga­varna­kerfi Ísra­els sem kallað er „járn­hvolfið“.

Ham­as hef­ur hótað að auka eld­flauga­skot­hríðina nema Ísra­el­ar dragi úr loft­árás­um sín­um. Sam­tök­in hafa einnig kraf­ist þess að Ar­ab­a­banda­lagið fundi um átök­in. Palenstínsk­ir emb­ætt­is­menn segja að slík­ur fund­ur geti orðið í Kaíró á morg­un, sunnu­dag.

Tveggja ára erj­ur á landa­mær­un­um urðu skyndi­lega að hörðum átök­um í síðasta mánuði þegar Ham­as menn fóru að láta eld­flaug­um rigna yfir Ísra­el. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert