Evrópa getur ekki hlaupist undan ábyrgð á innflytjendavandanum, að mati Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Hann heimsótti eyjuna Lampedusa í dag.
„Evrópa getur ekki hlaupist undan ábyrgð. Þetta er ekki vandamál eins lands heldur allrar Evrópu,“ sagði Berlusconi. Komin er upp deila á milli stjórnarerindreka um hvað eigi að gera við þúsundir flóttamanna frá Túnis sem flykkst hafa til Ítaliu undanfarið.