Sprengingar í Nígeríu

Starfsmaður kjörstjórnar í Oshidi héraði telur atkvæði í lok þingkosninganna …
Starfsmaður kjörstjórnar í Oshidi héraði telur atkvæði í lok þingkosninganna í Nígeríu. Áhorfendur fylgjast með talningunni. Reuters

Sprengja sprakk við talningarstað kjörseðla í norðausturhluta Nígerðíu í dag. Þar fóru fram þingkosningar og sprakk sprengjan undir lok kjördagsins. Þetta var þriðja sprengjan sem sprakk í Nígeríu frá því í gærkvöldi.

Talningarstaðurinn er í borginni Maiduguri en fyrr í dag sprakk þar einnig sprengja við kjörstað. Að sögn íbúa slösuðust engir en talsmaður stjórnarinnar, sem vildi ekki koma fram undir nafni, sagði að nokkrir hafi farist í sprengingunni.

Í gærkvöldi fórust 13 manns í sprengingu sem varð við kjörstað í miðhluta Nígeríu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert