Vonsvikinn vegna Icesave

Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands.
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Danny Al­ex­and­er, aðstoðarfjármálaráðherra Bret­lands, kveðst vera von­svik­inn yfir því að Íslend­ing­ar hafi hafnað Ices­a­ve sam­komu­lag­inu. Hann sagði  að málið fari fyr­ir alþjóðlega dóm­stóla, að sögn BBC.

Al­ex­and­er kom fram í þætti Andrew Marr og sagði að niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar hafi „aug­ljós­lega valdið von­brigðum... Við reynd­um að kom­ast að sam­komu­lagi.

Það er skylda okk­ar að ná þess­um pen­ing­um til baka og við mun­um halda því áfram þar til það tekst.... Við sem land erum í erfiðri fjár­hags­legri stöðu og þess­ir pen­ing­ar kæmu sér vel,“ sagði Al­ex­and­er.

Jan Kees de Jager, fjár­málaráðherra Hol­lands, er einnig von­svik­inn vegna niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar, að sögn ABC nyheter. Hann seg­ir að tími samn­inga sé að baki. Íslandi beri skylda til að borga pen­ing­ana til baka. Nú sé það dóm­stóla að ákveða hvernig það verði gert.

BBC vitn­ar í Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra sem sagði að höfn­un Ices­a­ve þýði að „versti kost­ur­inn var val­inn“.

Þá er vitnað í Stein­grím J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sem kvaðst telja að skila­boð þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar séu skýr merki um að frek­ari samn­ingaviðræður komi ekki til greina.

Jan Kees de Jager.
Jan Kees de Jager.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert