Vonsvikinn vegna Icesave

Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands.
Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, kveðst vera vonsvikinn yfir því að Íslendingar hafi hafnað Icesave samkomulaginu. Hann sagði  að málið fari fyrir alþjóðlega dómstóla, að sögn BBC.

Alexander kom fram í þætti Andrew Marr og sagði að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi „augljóslega valdið vonbrigðum... Við reyndum að komast að samkomulagi.

Það er skylda okkar að ná þessum peningum til baka og við munum halda því áfram þar til það tekst.... Við sem land erum í erfiðri fjárhagslegri stöðu og þessir peningar kæmu sér vel,“ sagði Alexander.

Jan Kees de Jager, fjármálaráðherra Hollands, er einnig vonsvikinn vegna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, að sögn ABC nyheter. Hann segir að tími samninga sé að baki. Íslandi beri skylda til að borga peningana til baka. Nú sé það dómstóla að ákveða hvernig það verði gert.

BBC vitnar í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem sagði að höfnun Icesave þýði að „versti kosturinn var valinn“.

Þá er vitnað í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sem kvaðst telja að skilaboð þjóðaratkvæðagreiðslunnar séu skýr merki um að frekari samningaviðræður komi ekki til greina.

Jan Kees de Jager.
Jan Kees de Jager.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka