Sovétstjórn bar ábyrgð á fjöldamorðum

Dmitrí Medvedev og Bronislaw Komorowski í Smolensk í dag.
Dmitrí Medvedev og Bronislaw Komorowski í Smolensk í dag. Reuters

Dmitrí Medvedev, forseti Rússlands, sagði í dag, að fjöldamorð á pólskum hermönnum í Katynskógi árið 1940 væri glæpur, sem stjórnvöld í Sovétríkjunum hefðu borið fulla ábyrgð á.

Medvedev gaf þessa yfirlýsingu fyrir fund, sem hann átti með  Bronislaw Komorowski, forseta Póllands.

Þing Rússlands hefur áður samþykkt ályktun þar sem því er lýst yfir, að Jósef Stalín, þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna, hafi skipað rússneska hernum að drepa pólska hermenn í Katynskógi.

Öryggissveitir á vegum leyniþjónustu Stalíns tóku 22 þúsund pólska hermenn af lífi í Katynskógi í vesturhluta Rússlands og á fleiri stöðum sem nú eru í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi á tímabilinu frá apríl til maí árið 1940.  

Sovétríkin kenndu nasistum upphaflega um morðin en Mikhaíl Gorbatsjof, þáverandi forseti Sovétríkjanna, viðurkenndi opinberlega árið 1990 að sovéskir hermenn hefðu verið þar að verki.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert