Í gær var hálf öld liðin frá því að sovéski geimfarinn Yuri Gagarin fór á sporbaug um jörðu, fyrstur manna.
Gagarin, sem þá var 27 ára varð fyrir vikið hetja í Sovétríkjunum sálugu og víða um heim og þetta afrek brýndi Bandaríkjamenn til dáða í geimferðakapphlaupinu.
Af þessu tilefni heimsótti Dmitry Medvedev, forseti Rússlands Geimferðamiðstöðina í nágrenni Moskvu til þess að ræða við geimfara sem staddir eru í Alþjóðageimstöðinni og til að verðlauna geimfara frá ýmsum löndum.
Frá því að Gagarin fór í geimferð sína, hafa um 500 manns fetað í fótspor hans og farið út í geim.