Obama kynnir áherslur í ríkisfjármálum

John Boehner, forseti Bandaríkjaþings, og Barack Obama Bandaríkjaforseti, funduðu í …
John Boehner, forseti Bandaríkjaþings, og Barack Obama Bandaríkjaforseti, funduðu í Hvíta húsinu í Washington í dag. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun greina frá áherslum sínum í ríkisfjármálum landsins síðar í dag til móts við þær tillögur sem repúblikanar hafa lagt fram.

Aðstoðarmenn forsetans segja að Obama muni boða niðurskurð í heilbrigðisþjónustu fyrir fátæka og eldri borgara. Obama muni einnig boða niðurskurð í varnarmálum. Þá hyggst forsetinn hækka skatta á auðkýfinga. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins.

Líklegt þykir að repúblikanar muni hafna tillögum Obama um skattahækkanir og krefjast frekari niðurskurðar á opinberri þjónustu, að sögn fréttaskýrenda.

Líklegt þykir að tillögur Obama muni leika stórt hlutverk í forsetakosningunum sem fara fram á næsta ári.

Talið er að fjárlagahallinn í Bandaríkjunum muni nema um 1,4 billjónum dala á þessu ári. Demókratar og repúblikanar eru sammála um að það sé forgangsatriði að draga úr allri eyðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert