Segist hafa fundið krossfestingarnaglana

Kvikmyndagerðarmaðurinn Simcha Jacobovici með annan af nöglunum sem hann telur …
Kvikmyndagerðarmaðurinn Simcha Jacobovici með annan af nöglunum sem hann telur hafa verið notaða við krossfestingu Jesú. Reuters

Uppi eru kenn­ing­ar um að tveir róm­versk­ir nagl­ar, sem fund­ust í gröf prests­ins Kaífas, sem sveik Jesús í hend­ur Róm­verja, hafi verið notaðir við kross­fest­ingu Jesú.

Ísra­elski kvik­mynda­gerðarmaður­inn  Simcha Jaco­bovici, sem vinn­ur að gerð heim­ilda­mynd­ar um nagl­ana, seg­ir ým­is­legt benda til þessa.

Nagl­arn­ir, sem eru um átta sentí­metra lang­ir, fund­ust fyr­ir 20 árum í gröf, sem tal­in er vera legustaður Kaífas­ar.

Jaco­bovici sýndi frétta­mönn­um nagl­ana í dag, þar sem hann kynnti heim­ilda­mynda­flokk sinn, sem sýnd­ur verður víða um heim frá og með miðjum maí.

Ann­ar nagl­inn fannst inni í einni lík­kist­unni í graf­hýs­inu, hinn lá á gólf­inu.

Lengd nagl­anna og það að þeir skuli vera beygðir í ann­an end­ann þykir benda til þess að þeir hafi verið notaðir við kross­fest­ingu. Og þar sem ekki er vitað til þess að Kaífas hafi haft með neina aðra kross­fest­ingu að gera, þá hljóti þetta að vera nagl­arn­ir sem Jesús var kross­fest­ur með, að mati Jaco­bovici.

Spurður að því hvers vegna Kaífas hefði átt að taka nagl­ana með sér í gröf­ina, sagði  Jaco­bovici að það gæti verið vegna sam­visku­bits vegna hlut­deild­ar hans í dauða Jesús.

Gabi Barkai, sem er pró­fess­or í forn­leifa­fræði við há­skól­ann í Tel Aviv í Ísral seg­ist geta staðfest að nagl­arn­ir séu frá 1. öld eft­ir Krist, en ekki sé hægt að staðhæfa meira um þá. Spurður að því hvort mögu­legt væri að þetta væru nagl­arn­ir sem Jesús var kross­fest­ur með sagði hann að það væri mögu­legt.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert