Berlusconi mun hætta 2013

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Reuters

Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, hef­ur staðfest frétt­ir þess efn­is að hann muni ekki bjóða sig aft­ur fram til end­ur­kjörs þegar nú­ver­andi kjör­tíma­bili lýk­ur árið 2013.

Berlusconi seg­ir að áður en hann muni hætta þá muni hann ljúka við að gera breyt­ing­ar á dóms­kerf­inu og breyta stjórn­ar­skrá lands­ins, að því er fram kem­ur á vef breska út­varps­ins.

Í gær samþykkti neðri deild ít­alska þings­ins laga­frum­varp sem mun stytta lengd ákveðinna rétt­ar­halda. Frum­varpið var samþykkt með 314 at­kvæðum á móti 296.

Stjórn­ar­and­stöðuþing­menn bauluðu og lýstu yfir vanþókn­un sinni á niður­stöðunni. Þeir segja að þetta sé til skamm­ar og henti Berlusconi ein­stak­lega vel.

Efri deild þings­ins á hins veg­ar eft­ir að samþykkja málið, en þar er ráðherr­ann með traust­an meiri­hluta.  

Berlusconi er ekki óvan­ur hneykslis­mál­um og það að þurfa að svara til saka fyr­ir meint af­brot í starfi. 

Nú standa yfir nokk­ur rétt­ar­höld yfir ráðherr­an­um, en hann er m.a. sakaður um spill­ingu og fyr­ir að hafa greitt fyr­ir kyn­líf með stúlku und­ir lögaldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka