Fjórtán ára sádiarabísk skólastúlka mun koma fyrir rétt síðar í þessum mánuði, vegna ákæru um lauslæti.
Í sádiarabíska dagblaðinu Gulf News segir að ungur aldur stúlkunnar skipti engu máli í þessu efni, hún hafi brotið landslög.
Stúlkan var handtekin í mars þegar hún hitti kærasta sinn uppi á þaki heimilis síns. Síðan þá hefur hún setið í gæsluvarðhaldi og tilraunum til að leysa hana úr því með því að greiða tryggingagjald hefur verið hafnað. Hún situr í almennu fangelsi með fullorðnum konum.
Stúlkan var neydd til að gangast undir skoðun kvensjúkdómalæknis, sem staðfesti að stúlkan hefi ekki stundað kynlíf.
Kærasti stúlkunnar ,sem er á þrítugsaldri, hefur einnig verið handtekinn.