Gaddafi ekið um götur Trípolí

Múammar Gaddafi Líbíuleiðtogi lét óvænt sjá sig opinberlega í Trípolí, höfuðborg Líbíu. Stuðningsmenn Gaddafis fögnuðu honum ákaft þegar leiðtoganum var ekið um götur borgarinnar, að því er sjónvarpsmyndir líbíska ríkissjónvarpsins sýna.

Fréttamyndirnar sýna Gaddafi standa uppréttan í gegnum sóllúgu jeppabifeiðar og veifaði hann til viðstaddra. Þá sjást vegfarendur hlaupa að bíl Gaddafis og taka í hönd hans.

Líbíska ríkissjónvarpið segir að ökuferð Gaddafis hafi verið mynduð nýlega, og á sama tíma og herþotur NATO hafi gert loftárásir á borgina.

Hersveitir Gaddafis hafa á undanförnum vikum hert sóknina gegn uppreisnarmönnum, sem hafa orðið að yfirgefa margar borgir sem þeir náðu á sitt vald í upphafi stríðsátakanna.

Gaddafi hefur neitað að verða við þeirri kröfu uppreisnarmannanna, Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu að láta af völdum þegar í stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert