Milljónir dæmdar til örbirgðar

Reuters

Alþjóðabankinn segir að sú hætta sé fyrir hendi að milljónir jarðarbúa verði dæmdar til örbirgðar vegna hækkandi matvælaverðs. Að hluta til megi rekja skýringuna til eldsneytisverðs sem fari einnig hækkandi.

Stofnunin segir að verð á matvælum sé nú 36% hærra miðað við sama tíma í fyrra. Átök og uppreisnir í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku hafi áhrif á verðið, sem geti breyst hratt.

Að sögn Alþjóðabankans hefur ástandið leitt til þess að 44 milljónir hafi bæst í hóp fátækra frá því í júní sl. Hækki verð um 10% muni 10 milljónir til viðbótar þurfa að lifa í örbirgð, þ.e. að þurfa á lifa á minna en 1,25 dölum (142 kr.) á dag. Alþjóðabankinn telur að um 1,2 milljarðar jarðarbúa lifi nú á undir 142 kr. á dag, að því er fram kemur á vef BBC.

Hækki matvælaverð um 30% muni það þýða um 34 milljónir manna muni bætast í hóp þeirra sem lifa í örbirgð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka