Óttast fjöldamorð í Líbíu

Uppreisnarmenn í Líbíu óttast að hersveitir Múammars Gaddafis muni fremja fjöldamorð í borginni Misrata grípi NATO ekki til aðgerða þegar í stað og herði árásir sínar á hersveitirnar.

Herveitir Gaddafis hafa gert harðar árásir á íbúðahverfi í borginni, sem er sú þriðja stærsta í Líbíu, og segja uppreisnarmennirnir að 23 hafi fallið skammt frá hafnarsvæðinu, sem þeir ráða enn yfir.

Myndskeið sem hefur verið birt sýnir þær miklu skemmdir sem hafa orðið í borginni í umsátrinu, sem hefur staðið yfir í sex vikur.

Alþjóðlegar stofnanir segja að hætt sé við að mikið neyðarástand muni skapast.

Vesturveldin eru ekki sammála hvort fleiri þjóðir eigi að taka þátt í frekari loftárásum í Líbíu, en markmið þeirra hefur verið að draga úr herstyrk Gaddafis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert