Skiptar skoðanir á Trump

Donald Trump.
Donald Trump. Reuters

Banda­ríski auðkýf­ing­ur­inn Don­ald Trump nýt­ur nú meira fylg­is sem hugs­an­leg­ur for­setafram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2012 en marg­ir reynd­ir stjórn­mála­menn. Ekki eru þó all­ir Re­públi­kan­ar hrifn­ir af hugs­an­legu fram­boði hans.

Fylgi við hugs­an­legt fram­boð Trumps mæl­ist nú 19%, það er tals­vert hærra en fylgi reyndra stjórn­mála­manna eins og Söruh Pal­in, sem mæl­ist með 12% fylgi og fyrr­um rík­is­stjóra Massachusetts, Mitt Rom­ney sem mæl­ist með  11%.

Stefna Trumps ein­kenn­ist fyrst og fremst af ein­angr­un­ar­stefnu á alþjóðavett­vangi. í viðtali sagði hann að hann hefði ein­ung­is áhuga á Líb­íu „ef við tök­um ol­í­una þeirra“. Hann seg­ir Banda­ríkja­menn vera at­hlægi annarra þjóða, ef hann væri for­seti myndi hann „taka hundruð millj­arða frá lönd­um sem fara illa með okk­ur.“

Óbeit á Barack Obama Banda­ríkja­for­seta hef­ur einnig ein­kennt mál­flutn­ing Trumps, en hann hef­ur farið mik­inn í að ef­ast um rík­is­borg­ara­rétt for­set­ans.

Hann hef­ur getið sér frægðarorð fyr­ir flest annað en af­skipti af stjórn­mál­um og marg­ir Re­públi­kan­ar eru lítt hrifn­ir af þessu uppá­tæki hans, en fleiri en fjór­ir af hverj­um tíu Re­públi­kön­um segj­ast ekki vilja sjá hann sem for­setafram­bjóðanda flokks­ins í kosn­ing­un­um á næsta ári.

Hinn 64 ára gamli Trump er gíf­ur­lega auðugur og eru eign­ir hans tald­ar nema 2,7 millj­örðum Banda­ríkja­doll­ara. Þrátt fyr­ir það seg­ist hann ætla að safna fé til kosn­ing­bar­átt­unn­ar, eins og aðrir fram­bjóðend­ur, en úti­lok­ar ekki að hann muni einnig seil­ast í eig­in vasa.

Talið er að það muni kosta vænt­an­lega for­setafram­bjóðend­ur einn millj­arð Banda­ríkja­doll­ara að bjóða sig fram.

„Auðæfi mín eru hluti af feg­urð minni, sagði Trump í banda­ríska sjón­varpsþætt­in­um Good Morn­ing in America.

Marg­ir stjórn­mála­skýrend­ur segj­ast ef­ast um að Trump sé al­vara með fram­boðstali sínu, hann sé ein­ung­is að sækj­ast eft­ir at­hygli og sé að reyna að koma nýj­um raun­veru­leikaþætti sín­um á fram­færi.

En hann hef­ur sagt að fái hann ekki stuðning frá Re­públi­kana­flokkn­um, muni hann bjóða sig fram utan flokka. Það gæti valdið usla í röðum Re­públi­kana, sem þurfa á öll­um sín­um styrk að halda til að eiga roð í Obama á næsta ári.

Í Hvíta hús­inu virðast menn ekki hafa mikl­ar áhyggj­ur af hugs­an­leg­um mófram­bjóðenda. „Ég held að það séu eng­ar lík­ur á því að banda­ríska þjóðin ráði Don­ald Trump í embætti for­seta," sagði Dav­id Plouf­fe, einn ráðgjafa Obama.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert