Brúðgumi réðst á brúði sína

Mynd úr myndasafni.
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ástr­alsk­ur karl­maður, sem barði brúði sína á leið í brúðkaups­veislu þeirra, hef­ur verið dæmd­ur til a.m.k. 15 mánaða fang­elsis­vist­ar.

Maður­inn, Adn­an Rusanovski, réðst á brúði sína, Ferd, í aft­ur­sæti bif­reiðar sem flutti þau til brúðkaups­veislu þeirra. Hann barði hana, beit 27 sinn­um  í and­lit henn­ar og reyndi að kyrkja hana fyr­ir fram­an ung börn. Bíl­stjóri bíls­ins sagði árás­ina hafa verið verri en nokk­ur boxkeppni.

Lög­menn Rusanovski segja hann þjást af geðhvarfa­sýki og að þær breyt­ing­ar sem brúðkaupið hafi í för með sér hafi vakið þessi viðbrögð. Hann mun hafa neytt áfeng­is ótæpi­lega áður en árás­in átti sér stað.

Hjón­in munu vera skil­in.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert