Dóttir Gaddafis fordæmir NATO

Aisha Gaddafi, dóttir Gaddafis forseta Líbíu, fordæmdi loftárásir NATO í morgun. Hún var við minningarathöfn um að 25 ár eru liðin frá loftárásum Bandaríkjamanna á Trípólí, höfuðborg Líbíu.

Bandaríkin vörpuðu sprengjum á borgina árið 1986 til að gjalda fyrir árás Líbíu á þýskt diskótek. Barnung dóttir Gaddafis lést í árásinni.

Í ræðu, sem hún hélt við athöfnina, líkti Aisha árásum NATO við þessar árásir Bandaríkjanna. „Þeir vörpuðu sprengjum sínum og drápu tugi líbískra barna. Núna, eftir aldarfjórðung, varpa þeir sömu sprengjunum á börnin mín og börnin ykkar.“

Aisha skoraði á vestræn ríki að yfirgefa líbíska lofthelgi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert