Lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot

Fyrrverandi einræðisherra Argentínu, Reynaldo Bignone, og nokkrir aðrir háttsettir embættismenn úr herstjórn landsins voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot á stjórnartíð sinni á árunum 1976 til 1983.

Fyrrverandi forsetinn sem nú er 83 ára gamall var líkt og þrír fyrrverandi her- og lögregluforingjar dæmdur fyrir sinn þátt í morðum, pyntingum og öðrum mannréttindabrotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert