Það þykir ganga kraftaverki næst að japanski blaðamaðurinn Toya Chiba skuli vera á lífi. Hann lenti í flóðbylgju þegar alda skall á strönd Japans 11. mars.
Myndir sem teknar voru af Chiba sýna vel þegar hann barst með flóðbylgjunni sem sópaði honum og nálægum bílum á undan sér. Chiba slapp með skrámur.
Samkvæmt opinberum tölum létust 13.456 í jarðskjálftanum og blóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfarið. 14.851 er saknað. Meira en 150.000 manns eru enn heimilislaus.