Sautján látnir í óveðri

Að minnsta kosti 17 manns eru látn­ir og fjöl­marg­ir slasaðir eft­ir mikið óveður sem geisað hef­ur í miðríkj­um Banda­ríkj­anna. Í morg­un var hvirfil­bylsviðvör­un gef­in út í hluta Georgíu-rík­is og í gær var neyðarástandi lýst yfir í Ala­bama.

Mikið tjón hef­ur orðið á bygg­ing­um og bif­reiðum og hafa tré rifnað upp með rót­um. Þá hafa raf­magns­lín­ur farið sund­ur með þeim af­leiðing­um að fjöldi heim­ila er raf­magns­laus.

Bú­ist er við áfram­hald­andi þrumu­veðri og felli­bylj­um víða um miðrík­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert