Sautján látnir í óveðri

Að minnsta kosti 17 manns eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir mikið óveður sem geisað hefur í miðríkjum Bandaríkjanna. Í morgun var hvirfilbylsviðvörun gefin út í hluta Georgíu-ríkis og í gær var neyðarástandi lýst yfir í Alabama.

Mikið tjón hefur orðið á byggingum og bifreiðum og hafa tré rifnað upp með rótum. Þá hafa rafmagnslínur farið sundur með þeim afleiðingum að fjöldi heimila er rafmagnslaus.

Búist er við áframhaldandi þrumuveðri og fellibyljum víða um miðríkin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert