45 látnir eftir hvirfilbylji

Að minnsta kosti 45 manns eru látnir eftir óveður, sem fór yfir sjö ríki í suðurhluta Bandaríkjanna um helgina.

Skýstrokkar ollu gríðarlegu tjóni í Norður-Karólínu í gær. Hús eyðilögðust og tré féllu á raflínur sem leiddi til rafmagnsleysis víða.

Tilkynnt var um á þriðja tug skýstrokka í Mississippi og Alabama á föstudag. Á fimmtudag gengu einir 15 slíkir yfir Oklahoma, Kansas og Texas. Einnig gekk óvður yfir Arkansas og Georgíu.  

Meðal þeirra, sem létu lífið í Alabama voru móðir og tvö börn, sem voru í hjólhýsi sínu þegar hvirfilbylur reif það af undirstöðum sínum og þeytti því tugi metra. Húsið endaði á hvolfi. 

Óveðrið er nú komið út á Atlantshaf.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert