9 mánuði að stöðva geislun

Gríðarlegt tjón hefur orðið á kjarnorkuverinu í Fukushima.
Gríðarlegt tjón hefur orðið á kjarnorkuverinu í Fukushima. Reuters

Stjórnendur kjarnorkuversins í Fukushima í Japan reikna með að það taki níu mánuði að ná tökum á ástandinu í verinu þannig að það sé hægt að aflétta neyðarástandi.

Tokyo Electric Power Co (Tepco) sem á og rekur kjarnorkuverið segir að markmið fyrirtækisins sé að draga úr geislun frá verinu næstu þrjá mánuðina og ná að kæla kjarnakljúfa þess innan þriggja til sex mánaða.

Endanlegt markmið sé að hylja kjarnorkuverið algerlega, en gríðarlegt tjón varð á verinu þegar há flóðbylgja skall á því eftir jarðskjálfta 11. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert