Þrátt fyrir bakslag eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan er kjarnorka er ennþá eini raunverulegi valkosturinn við olíu sem áreiðanleg orkuuppspretta í heiminum að mati Mohamed ElBaradei, fyrrverandi yfirmanns kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
ElBaradei hætti hjá stofnuninni í nóvember en hann viðurkennir að trú á kjarnorku hafi orðið fyrir miklu hnjaski eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í kjölfar jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan. Hefur hann þó trú á að traust verði byggt upp á ný á næstunni.
„Það mun koma í ljós að Tjsernóbýl og Fukushima eru undantekningar,“ sagði ElBaradei sem nú er orðinn málsvari lýðræðisafla í heimalandi sínu Egyptalandi eftir að Hosni Mubarak var neyddur til þess að segja af sér embætti eftir þriggja áratuga valdatíma.