Kyssti keisaraynjuna á kinnina

Michiko keisaraynja heilsar Hillary Clinton í keisarahöllinni í Japan.
Michiko keisaraynja heilsar Hillary Clinton í keisarahöllinni í Japan. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vakti nokkra athygli í Japan í morgun þegar hún kyssti Michiko, keisaraynju á kinnina og tók í hönd Akihito keisara en hneigði sig ekki eins og siður er í Japan.

Þegar Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hneigði sig fyrir keisaranum þegar hann var í heimsókn í Janan árið 2009, heyrðust háværara gagnrýnisraddir úr röðum bandarískra hægrimanna, sem töldu, að leiðtogi Bandaríkjanna ætti ekki að beygja sig fyrir neinum.  

Clinton er í stuttri heimsókn í Japan til að leggja áherslu á stuðning Bandaríkjamanna við Japani á erfiðum tímum. 

Japönsku keisarahjónin eru venjulega orðfá við opinber tækifæri en keisarinn flutti í fyrsta skipti sjónvarpsávarp í beinni útsendingu eftir náttúruhamfarirnar 11. mars og keisarahjónin hafa einnig heimsótt fórnarlömb hamfaranna.

Akihito Japanskeisari heilsar Hillary Clinton.
Akihito Japanskeisari heilsar Hillary Clinton. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert