Ljóst að við höfum sigrað

Timo Soini fagnar fyrstu tölum í finnsku kosningunum í dag.
Timo Soini fagnar fyrstu tölum í finnsku kosningunum í dag. Reuters

„Það er ljóst að við höfum sigrað," sagði Timo Soini, formaður Sannra Finna, en útlit er fyrir að flokkurinn verði annar stærsti flokkurinn á finnska þinginu á næsta kjörtímabili. 

Raunar hafði flokkurinn fengið flest atkvæði þegar búið er að telja 73% atkvæða. Höfðu Sannir Finnar fengið 19,5%, Jafnaðarmannaflokkurinn 19,3%, Þjóðarbandalagið 18,5% og Miðflokkurinn 18,2%.

Spár finnska sjónvarpsins, Yle, gera hins vegar ráð fyrir að Þjóðarbandalagið sigri naumlega, fái 42 þingmenn, en Sannir Finnar og Jafnaðarmannaflokkurinn fái 41 þingsæti hvor flokkur. Miðflokkurinn fái 36 þingmenn, Vinstribandalagið 14, Græningjar 10 og Sænski þjóðarflokkurinn 9. Álendingar fá síðan eitt þingsæti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert