Bresk stjórnvöld styðja ekki Brown

Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. TOBY MELVILLE

Ólíklegt er talið að Gordon Brown, fyrrum forsætisráðherra Breta, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) þegar núverandi framkvæmdastjóri, Frakkinn Dominique Strauss-Kahn, lætur af embætti. Ástæðan er einkum sú að Brown nýtur ekki stuðnings ríkisstjórnar Bretlands sem breski Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir demókratar standa að. Frá þessu var greint í breska dagblaðinu Sunday Times í gær.

Núverandi fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, hefur verið orðuð við stól framkvæmdastjóra AGS en hún nýtur mikillar virðingar víða. Það sem helst er talið geta staðið henni fyrir þrifum er líkleg andstaða við að tveir Frakkar gegni embættinu í röð.

Þá er talið líklegt að Ítalinn Mario Draghi, sem talinn er koma helst til greina sem arftaki Jacques Trichet á stóli forseta bankastjórnar Evrópska seðlabankans, muni sækjast eftir embætti framkvæmdastjóra AGS verði ekki af ráðningu hans til bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert